Þann 11. febrúar verður ný frumsýning í Landnámssetri en þá mun Einar Kárason stíga á stokk og segja skemmtisögur af sjálfum sér og samferðamönnum sínum. Fyrir jólin gaf Einar út samnefnda bók með þessum sögum en ekkert jafnast á við að hlýða á kappann sjálfan. Einar er fyrir löngu orðinn einn af okkar skemmtilegustu sagnamönnum. Honum er sérlega lagið að gæða sögur sínar kímni og varpa spaugilegu ljósi á lífið og tilveruna.
Fyrsta sýningin verður semsagt föstudaginn 11. febrúar kl. 20:30 og eru ennþá örfá sæti laus.
Fleiri sýningar verða auglýstar síðar - en ef þú hefur áhuga á að koma með hóp til okkar getum við stofnað sýningu eftir þínum óskum.
Miðaverð er kr 2500- en kr. 2200 fyrir matargesti.
Hlökkum til að heyra frá þér
kær kveðja
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri
Landnámssetur Íslands
Brákarbraut 13-15
310 Borgarnes
sími 437-1600
No comments:
Post a Comment