Tuesday, May 3, 2011

Tveir fyrir einn fyrir golfara

Grasið er byrjað að grænka á golfvellinum á Hamri og nú er um að gera að taka golfkylfurnar úr geymslu og skella sér á Borgarnes.

Við hjá Hótel Hamri höldum upp á sumarkomuna með tilboði til allra golfara. Við bjóðum einstaklingum að gista á hótelinu í tvær nætur á verði einnar og pörum tvo fyrir einn í gistingu.

Ekki láta þetta frábæra tilboð framhjá ykkur fara og endilega látið orðið berast til félaga ykkar.

Sunday, April 10, 2011

Golf og hreyfigreining á Hótel Hamri

Dagana 6. og 7. maí verður haldið námskeið fyrir golfiðkendur að Hótel Hamri í Borgarnesi.

Námskeiðið er hið fyrsta í röð námskeiða, af þessu tagi, á Íslandi. Námskeiðið er skemmtileg blanda af hreyfigreiningu og afþreyingu. Hver og einn einstaklingur fær sérsniðna lausn á bakvandamáli sínu hjá sjúkraþjálfurum, starfsmenn Mountaineers ehf. fara með hópinn í ógleymanlega ævintýraferð á jökul, kvöldinu lýkur með frábærum mat og gestrisni á Hótel Hamri í fallegu umhverfi. Síðast en ekki síst er ekkert mál að taka nokkrar holur á golfvellinum, sem er í göngufæri frá hótelinu. 

Talið er að 80% af öllu fólki í vestrænum þjóðfélögum stríði við mjóbaksvandamál einhvern tíma á lífsleiðinni og stór hluti þeirra situr uppi með síendurtekin vandamál. Með nákvæmu hreyfigreiningartæki, sem íslenskir vísindamenn hafa þróað, er hægt að finna veikleika hvers og eins og setja saman einstaklingsmiðaða þjálfunar- og æfingaáætlun í framhaldinu. Að baki hreyfigreiningunni er hugmyndafræði sem hægt er að beita á margvísleg stoðkerfisvandamál en greiningar- og þjálfunaraðferðir sem eru notaðar á þessu námskeiði eru ekki í boði annars staðar í heiminum.

Vélsleðaferð á jökul er ævintýri sem líður seint úr minni. Ekið verður sem leið liggur upp á Langjökul, næst stærsta jökul landsins. Á leiðinni verður áð við Hraunfossa, Barnafossa og Deildartunguhver en ekið í gegnum Húsafellsskóg. Þegar upp á jökulinn er komið fá þátttakendur allan frekari útbúnað, hjálm og hlífðarföt fyrir vélsleðaferð sem stendur í alltof stutta klukkustund. Með í för eru starfsmenn Mountaineers ehf., þrautreyndur fararstjóri og bílstjóri .

Þátttakendur mæta að Hótel Hamri í Borgarnesi um kl. 13:00 á föstudeginum 6. maí. Dagskrá helgarinnar er hér í meðfylgjandi skjali. Námskeiðsgjald er 44.500 kr. Innifalið er hreyfigreining, þjálfunaráætlun, ævintýraferð á jökul, kvöldverður, morgunmatur, hádegisverður og gisting. Hægt er fá aukanótt á Hótel Hamri ef þess er óskað.

Skráning á námskeiðið fer fram á hamar@icehotels.is eða í s. 433 6600. Fjöldi þátttakenda á námskeiðið er takmarkaður við 10 manns. Skráningu lýkur 30. apríl.

Að námskeiðinu standa Einar Einarsson sjúkraþjálfari MSc., MTC, Gauti Grétarsson MTC., Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari  Ph.D., MTC, afþreyingarfyrirtækið Fjallamenn ehf. og Hótel Hamar. Allt sérfræðingar hver á sínu sviði, þ.e. í hreyfigreiningu og þjálfun á stoðkerfisvandamálum og sérfræðingar í ferðaþjónustu.

Monday, February 14, 2011

Mamma alla ævi: Námskeið fyrir mömmur á öllum aldri

„Mamma alla ævi“
Námskeið fyrir mömmur á öllum aldri
18.-19 feb á Hótel Hamri

Föstudagur 18. Febrúar:
Kl. 17. 00: Rúta frá BSÍ verð 500 kr
Kl 18:00 ->Innritun gesta á Hótel Hamri
Kl. 18:30-19:30 -> Léttur kvöldverður og kynning á dagskrá.
KL.19:30 -21:00 – Snyrtistofan og kósikrókarnir
Dúllum hver við aðra og lærum sitthvað nýtt
Litun og plokkun á  augabrúnir, flinkar stelpur á staðnum
Mýkjandi fótabað, Háls og herðanudd, Leiðbeiningar um heimalitun á hári
Slökun í nuddpottunum
Spákona Ýmsar kynningar Fyrirbænakarfan
Sýnishorn af minningabókum
.21:00-22:30 -> Kvöldvaka
* Hláturjóga
* Skemmtiatriði, spurningaleikur, tónlistaratriði?
* Samsöngur,  Sögustund

Laugardagur 19. Febrúar 2011
Morgunverður kl. 08.-9.15

Fyrirlestrar og málstofur.
Kl. 9:15 -11:00

Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur
„Að horfa fram á veginn“
Hvernig er staða mín? Hvernig get ég breytt því sem ég vil/þarf að breyta? Sjálfstyrking, markmiðssetning,kjarkur, sveigjanleiki

Kl. 11:00-12:00
Silja Ingólfsdóttir sáttamiðlari
„ Þegar mætast stálin stinn“
Það er hægt að nálgast hlutina á nýjan hátt ef upp kemur ágreiningur. Silja kann tæknina og fjallar um leiðir til að takast á við ósætti t.d. í fjölskyldum

Kl. 12.00  -1300  HÁDEGISMATUR –  stutt gönguferð eða hléliðkun
Kl. 13:00-14:30., 2 Málstofur  Þátttakendur velja sér aðra hvora

Málstofa 1:
„Göngum vel um börnin, svo þau komist til manns“
Magga Pála, uppeldis- og menntafrömuður, stýrir umræðum um uppeldi, samskipti við börn og barnabörn. Má banna, hrósa, faðma,hrista?

Málstofa 2: „ Heyrðu  mamma . getur þú.....?
Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður  móðir 6 barna, fyrirvinna, dóttir, eiginkona, vinur og allt hitt veltir upp ýmsum áleitnum spurningum
Á tímum niðurskurðar taka mömmur á sig alls konar byrðar. Sinna öldruðum foreldrum, leyfa uppkomnum börnum sem flytja aftur heim, lána peninga, ganga í ábyrgðir, gefa tíma, passa, hlusta, þegja, bíta á jaxlinn.

Kl. 15:00 smá kaffihlé
15.-15--16:30

Málstofa 3
Helga Margrét Guðmundsdóttir ráðgjafi
„Að lifa í núinu“
Gjörhygli er þýðing á enska orðinu mindfulness og á rætur sínar annars vegar í hugrænni atferlismeðferð og hins vegar í aldagamalli hugleiðsluhefð austurlanda. Helga Margrét  hefur ýmsu að miðla sem nýtist okkur i daglegu lífi

Málstofa 4:
Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi er viskubrunnur um stjúptengsl
„Barnið mitt, barnið þitt, börnin okkar“
Fáir efast um þýðingu þess að börnin umgangist báða kynforeldra sína, þótt þeir hafi slitið samvistir og búi hvor í sínu lagi. Hinsvegar er það mörgum hausverkur hvernig þeirri umgengni á að vera háttað, þegar faðir eða móðir hefja nýja sambúð. Hvert er hlutverk nýja makans í uppeldinu? Við hverju má búast af börnunum?

Kl. 16.30- 17.30
Samantekt og Niðurstöður úr málstofum,
heimferð og námskeiðslok*

Verð
Matur, gisting og dagskrá:
13.900 kr.  á mann í tvíbýli
15.500 kr í eins manns herbergi.

500 kr hvora leið í rútu

Þær sem ekki gista:
9900 kr fyrir námskeið á laugardegi
11900 kr  fyrir dagsskrá án gistingar

Bókanir og upplýsingar hotelhamar@hotelhamar.is  s 433 66 00.

Tuesday, February 8, 2011

Allt fyrir ástina ... Valentínusartilboð á Hótel Hamri

Kertaljós og kærleikur, heitir pottar, mjúkir sloppar, orkurikir ávextir, ilmandi súkkulaði og allt hitt sem enginn fær að vita.

Gefðu ástinni þinn draumahelgi á Hótel Hamri. Freyðivín og ávextir á herberginu við komu. Rómantískur spurningarleikur og fleira gott í fallegum kistli. Eftir hressandi  göngutúr er himneskt að liggja í heita pottinum og telja stjörnurnar eða skýin. Þriggja rétta kvöldverður og ríkulegt morgunverðarhlaðborð gleður munn og maga. Njótið þess að slaka vel á því þið megið halda herberginu til kl. 16 á sunnudeginum.

Það má breyta ferðinni í Borgarnes í alls konar upplifun, menningin blómstrar í Landnámsetri, Ljósmyndasýning í Safnahúsi, glæsileg aðstaða í íþróttahúsi ef þið viljið fara saman í ræktina, Veiðiminjasafnið í Ferjukoti fyrir þá sem hafa áhuga á laxveiðum, Ullarselið á Hvanneyri fyrir prjónakonur, og svo má kíkja víð á Akranesi á heimleiðinni. Húsfreyjan á Hamri, hún Unnur, yrkir fyrir ykkur og um ykkur ef þið viljið.

Matseðill:
•Hvítlauksristaður humar og hörpuskel í kærleiksríku sambandi við klettasalat
•Lambafile eldað af ástríðu með logheitu grænmeti og portvínssósu
•Seiðandi súkkulaðikaka með rósrauðum jarðaberjum og svalandi ís
Bókaðu Valentínusartilboðið og fáðu aukanótt á aðeins kr. 5.000,-
•Verð á mann í tveggja manna herbergi kr. 15.900,-  
•Aukanótt; verð í tveggja manna herbergi kr. 5.000,-  
Frekari upplýsingar og bókanir færðu hjá Hótel Hamri í síma: 433 6600 og á netfanginu: hamar@icehotels.is
eða hjá bókunardeild Icelandair Hótela í síma 444 4000 og á netfanginu: internet@icehotels.is

Skilmálar
•Tilboðið er bókanlegt frá 4 - 15. febrúar 2011
•Tilboðið samanstendur af: Freyðivín og ávextir, rómantískur spurningarleikur og fleira gott í fallegum kistli, þriggja rétta kvöldverður,morgunverðarhlaðborð, aðgangur að heitum pottum, brottför seinkað til 16:00 á sunnudeginum.
•Aukanótt í tveggja manna herbergi kr. 5.000,-
•Kvöldverður og morgunverður er ekki innifallinn ef aukanótt er bætt við
•Gildir ekki með öðrum tilboðum
•600 vildarpunktar fást þegar tilboð er bókað