Námskeið fyrir mömmur á öllum aldri
18.-19 feb á Hótel Hamri
Föstudagur 18. Febrúar:
Kl. 17. 00: Rúta frá BSÍ verð 500 kr
Kl 18:00 ->Innritun gesta á Hótel Hamri
Kl. 18:30-19:30 -> Léttur kvöldverður og kynning á dagskrá.
KL.19:30 -21:00 – Snyrtistofan og kósikrókarnir
Dúllum hver við aðra og lærum sitthvað nýtt
Litun og plokkun á augabrúnir, flinkar stelpur á staðnum
Mýkjandi fótabað, Háls og herðanudd, Leiðbeiningar um heimalitun á hári
Slökun í nuddpottunum
Spákona Ýmsar kynningar Fyrirbænakarfan
Sýnishorn af minningabókum
.21:00-22:30 -> Kvöldvaka
* Hláturjóga
* Skemmtiatriði, spurningaleikur, tónlistaratriði?
* Samsöngur, Sögustund
Laugardagur 19. Febrúar 2011
Morgunverður kl. 08.-9.15
Fyrirlestrar og málstofur.
Kl. 9:15 -11:00
Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur
„Að horfa fram á veginn“
Hvernig er staða mín? Hvernig get ég breytt því sem ég vil/þarf að breyta? Sjálfstyrking, markmiðssetning,kjarkur, sveigjanleiki
Kl. 11:00-12:00
Silja Ingólfsdóttir sáttamiðlari
„ Þegar mætast stálin stinn“
Það er hægt að nálgast hlutina á nýjan hátt ef upp kemur ágreiningur. Silja kann tæknina og fjallar um leiðir til að takast á við ósætti t.d. í fjölskyldum
Kl. 12.00 -1300 HÁDEGISMATUR – stutt gönguferð eða hléliðkun
Kl. 13:00-14:30., 2 Málstofur Þátttakendur velja sér aðra hvora
Málstofa 1:
„Göngum vel um börnin, svo þau komist til manns“
Magga Pála, uppeldis- og menntafrömuður, stýrir umræðum um uppeldi, samskipti við börn og barnabörn. Má banna, hrósa, faðma,hrista?
Málstofa 2: „ Heyrðu mamma . getur þú.....?
Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður móðir 6 barna, fyrirvinna, dóttir, eiginkona, vinur og allt hitt veltir upp ýmsum áleitnum spurningum
Á tímum niðurskurðar taka mömmur á sig alls konar byrðar. Sinna öldruðum foreldrum, leyfa uppkomnum börnum sem flytja aftur heim, lána peninga, ganga í ábyrgðir, gefa tíma, passa, hlusta, þegja, bíta á jaxlinn.
Kl. 15:00 smá kaffihlé
15.-15--16:30
Málstofa 3
Helga Margrét Guðmundsdóttir ráðgjafi
„Að lifa í núinu“
Gjörhygli er þýðing á enska orðinu mindfulness og á rætur sínar annars vegar í hugrænni atferlismeðferð og hins vegar í aldagamalli hugleiðsluhefð austurlanda. Helga Margrét hefur ýmsu að miðla sem nýtist okkur i daglegu lífi
Málstofa 4:
Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi er viskubrunnur um stjúptengsl
„Barnið mitt, barnið þitt, börnin okkar“
Fáir efast um þýðingu þess að börnin umgangist báða kynforeldra sína, þótt þeir hafi slitið samvistir og búi hvor í sínu lagi. Hinsvegar er það mörgum hausverkur hvernig þeirri umgengni á að vera háttað, þegar faðir eða móðir hefja nýja sambúð. Hvert er hlutverk nýja makans í uppeldinu? Við hverju má búast af börnunum?
Kl. 16.30- 17.30
Samantekt og Niðurstöður úr málstofum,
heimferð og námskeiðslok*
Verð
Matur, gisting og dagskrá:
13.900 kr. á mann í tvíbýli15.500 kr í eins manns herbergi.
500 kr hvora leið í rútu
Þær sem ekki gista:
9900 kr fyrir námskeið á laugardegi11900 kr fyrir dagsskrá án gistingar
Bókanir og upplýsingar hotelhamar@hotelhamar.is s 433 66 00.
No comments:
Post a Comment