Tuesday, February 8, 2011

Allt fyrir ástina ... Valentínusartilboð á Hótel Hamri

Kertaljós og kærleikur, heitir pottar, mjúkir sloppar, orkurikir ávextir, ilmandi súkkulaði og allt hitt sem enginn fær að vita.

Gefðu ástinni þinn draumahelgi á Hótel Hamri. Freyðivín og ávextir á herberginu við komu. Rómantískur spurningarleikur og fleira gott í fallegum kistli. Eftir hressandi  göngutúr er himneskt að liggja í heita pottinum og telja stjörnurnar eða skýin. Þriggja rétta kvöldverður og ríkulegt morgunverðarhlaðborð gleður munn og maga. Njótið þess að slaka vel á því þið megið halda herberginu til kl. 16 á sunnudeginum.

Það má breyta ferðinni í Borgarnes í alls konar upplifun, menningin blómstrar í Landnámsetri, Ljósmyndasýning í Safnahúsi, glæsileg aðstaða í íþróttahúsi ef þið viljið fara saman í ræktina, Veiðiminjasafnið í Ferjukoti fyrir þá sem hafa áhuga á laxveiðum, Ullarselið á Hvanneyri fyrir prjónakonur, og svo má kíkja víð á Akranesi á heimleiðinni. Húsfreyjan á Hamri, hún Unnur, yrkir fyrir ykkur og um ykkur ef þið viljið.

Matseðill:
•Hvítlauksristaður humar og hörpuskel í kærleiksríku sambandi við klettasalat
•Lambafile eldað af ástríðu með logheitu grænmeti og portvínssósu
•Seiðandi súkkulaðikaka með rósrauðum jarðaberjum og svalandi ís
Bókaðu Valentínusartilboðið og fáðu aukanótt á aðeins kr. 5.000,-
•Verð á mann í tveggja manna herbergi kr. 15.900,-  
•Aukanótt; verð í tveggja manna herbergi kr. 5.000,-  
Frekari upplýsingar og bókanir færðu hjá Hótel Hamri í síma: 433 6600 og á netfanginu: hamar@icehotels.is
eða hjá bókunardeild Icelandair Hótela í síma 444 4000 og á netfanginu: internet@icehotels.is

Skilmálar
•Tilboðið er bókanlegt frá 4 - 15. febrúar 2011
•Tilboðið samanstendur af: Freyðivín og ávextir, rómantískur spurningarleikur og fleira gott í fallegum kistli, þriggja rétta kvöldverður,morgunverðarhlaðborð, aðgangur að heitum pottum, brottför seinkað til 16:00 á sunnudeginum.
•Aukanótt í tveggja manna herbergi kr. 5.000,-
•Kvöldverður og morgunverður er ekki innifallinn ef aukanótt er bætt við
•Gildir ekki með öðrum tilboðum
•600 vildarpunktar fást þegar tilboð er bókað

No comments:

Post a Comment