Hótel Hamar er nýlegt og glæsilegt hótel á rólegum stað í þjóðleið rétt utan við Borgarnes á Vesturlandi. Hér er hægt að njóta kyrrðarinnar í sveitinni en öll þjónusta er þó innan seilingar. Útsýnið er stórbrotið og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir frábæran mat og faglega þjónustu. Öll herbergi á Hamri eru með eigin útgangi út í hótelgarðinn. Herbergin eru vel útbúin og má þar nefna hita í gólfum til þess að halda á þér hita í hvaða veðri sem er.
Fáðu blóðið á hreyfingu t.d. með göngutúr á Hafnarfjall eða í golf á einum besta velli utan Reykjavíkur. Eftir viðburðarríkan dag geturðu slakað á í einum af heitu pottum okkar í hótelgarðinum.
Hótelstjóranir geta einnig sagt ykkur frá þeim fjölmörgu náttúruperlum sem Vesturlandið hefur uppá að bjóða.
No comments:
Post a Comment