Saturday, November 27, 2010

Kvenfélagskonurnar úr Stafholtstungum

Þær skemmtu sér vel í gærkvöld,  skvísurnar úr Tungunum, sem komu í jólamatinn á Hamri. Flottar á því, buðu körlunum sínum með og margar mættu með glæsilega hatta. 
Kvenfélög eru sko ekki dauð úr öllum æðum og óhætt að hvetja konur í dreifbýli og þéttbýli til að kíkja á þann félagsskap. Alls konar fróðleikur, námskeið og skemmtiferðir í boði og ekki síst hið fornkveðna, maður er manns gaman.  
Kannnski urðu svona pælingar til á kvenfélagsfundi, hver veit?
  . . .
Hvað þarf marga karlmenn til að skipta um klósettrúllu?
Við vitum það ekki, þetta hefur aldrei gerst ! ! !
 
Af hverju er svona erfitt að finna karlmenn sem eru yndislegir, umhyggjusamir og flottir í útliti og vexti?
Vegna þess að þeir eiga allir nú þegar kærasta ! ! !

Hvernig færðu karlmann til að gera magaæfingar?
Settu fjarstýringuna á milli tánna á honum ! ! !
 
Hvað sagði Guð þegar hann hafði skapað manninn?
Ég hlýt að geta gert betur ! ! !
 
Hvað sagði Guð þegar hann hafði skapað Evu?
Æfingin skapar meistarann ! ! !
 
Karlmaðurinn spurði Guð: "Af hverju gerði þú konuna svona fallega?"
Guð svarar: "Svo þú getir elskað hana".
En Guð, spyr karlmaðurinn aftur.
"Af hverju gerðir þú hana svona vitlausa?"
Guð svarar: "Svo hún geti elskað ykkur karlmenn"
 
Af hverju ráfaði Móses um eyðimörkin í 40 ár?
Vegna þess að hann vildi ekki spyrjast vegar! ! !
*****************************************************

Njótið dagsins og munið að drífa ykkur að kjósa til Stjórnlagaþings!!!

No comments:

Post a Comment