Við komuna að Hamri bíður ykkar ilmandi jólaglögg eða heitt kakó. Jólahlaðborðið svignar undan kræsingunum og enginn hætta á þvi að gestirnir fari svangir heim.
Lifandi tónlist, söngur og léttir leikir meðan á borðhaldi stendur og hljómsveitin Gammel Dansk leikur fyrir dansi.
Lifandi tónlist, söngur og léttir leikir meðan á borðhaldi stendur og hljómsveitin Gammel Dansk leikur fyrir dansi.
Tilvalið tækifæri til að gista og njóta kvöldsins á Hótel Hamri. Fá sér góðann morgunverð daginn eftir eða lúra lengur og fara í Brunch. Á sunnudögum kl. 14:00-16:00 býðst gestum og gangandi að skera út laufabrauð og fá það steikt í eldhúsinu á hótel Hamri.
Hressandi göngutúr um Einkunnir eða bíltúr um Borgarfjörðinn svíkur ekki: Hraunfossar eru á sínum stað og svo má á sjóða sér egg eða pylsur í Deildatunguhver eða fara í fjörurnar vestur á Mýrum. Í Borgarnesi verða Geiri Bakari, Landnámsetrið, Brúðuheimar og allir hinir í jólaskapi. Eftir skemmtilegan dag er tilvalið að slappa af í heita pottinum áður en farið er í jólahlaðborðið.
Á hlaðborðinu er að finna úrval girnilegra rétta, sem dæmi má nefna:
Pantið hér eða í síma 4336600
Hressandi göngutúr um Einkunnir eða bíltúr um Borgarfjörðinn svíkur ekki: Hraunfossar eru á sínum stað og svo má á sjóða sér egg eða pylsur í Deildatunguhver eða fara í fjörurnar vestur á Mýrum. Í Borgarnesi verða Geiri Bakari, Landnámsetrið, Brúðuheimar og allir hinir í jólaskapi. Eftir skemmtilegan dag er tilvalið að slappa af í heita pottinum áður en farið er í jólahlaðborðið.
Á hlaðborðinu er að finna úrval girnilegra rétta, sem dæmi má nefna:
- Forréttir: Sjávarréttasalat, Villibráðarpaté, heit lifrakæfa, Reykt Klausturbleikja og grafin lax, síld og síldarréttir
- Kaldir og heitir aðalréttir: Hangilæri, Roast beef, Sænsk jólaskinka, Purusteik, Kalkúnabringur,
- Sósur og meðlæti: Sykurbrúnaðar kartöflur, kartöflusalat, eplasalat með valhnetum, rauðvínssósa, rjómalöguð sveppasósa, graflaxsósa, rauðkál, grænar baunir, blandað ferskt salat, rúgbrauð, hvítt brauð, laufabrauð,
- Eftirréttahlaðborð með margs konar góðgæti eins og Ris a la mandle með berjasósu, berjasalat með vanillukremi, Brownies með þeyttum rjóma, ferskir ávextir, ostar og fleira.
Pantið hér eða í síma 4336600
No comments:
Post a Comment