Opnuð hefur verið ljósmyndasýning í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Um er að ræða myndir úr Borgarfirði, verk Írisar Stefánsdóttur ljósmyndara. Heiti sýningarinnar er úr kvæðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli, en Íris dvaldi oft í Hvítársíðu í sumarhúsi fjölskyldu sinnar og á þaðan góðar minningar.
Íris er faglærður ljósmyndari með 3ja ára nám í ljósmyndun frá Istituto Europeo di Design í Mílanó, Ítalíu. Hún útskrifaðist með hæstu einkunn í júlí 2009. Íris býr í Ancona á Ítalíu og rekur eigið ljósmyndaver sem sérhæfir sig í auglýsingaljósmyndun. Hún lagði áherslu á fréttaljósmyndun í námi sínu og hefur sýnt ljósmyndir á sýningum á Íslandi, Ítalíu og víðar.
No comments:
Post a Comment