Monday, December 27, 2010

Ómissandi leikhúshelgi í Borgarnesi

Landnámssetrið býður upp á ómissandi sýningar í vetur og Hótel Hamar býður leikhúsgestum upp á frábært tilboð. Gisting, morgunmatur og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins!
Brynhildur Guðjónsdóttir í hlutverki Brákar

Landnámssetrið - Sýninga- og viðburðaskrá
MIÐASÖLUSÍMINN 437 1600 ER OPINN FRÁ 11:00 TIL 17:00


janúar 2011
laugardagur 8. janúar kl. 20:00
BRÁK - eftir Brynhildi Guðjónsdóttur
Þriggja ára sýningarafmæli

sunnudagur 9. janúar kl. 16:00
BRÁK - eftir Brynhildi Guðjónsdóttur

föstudagur 14. janúar kl. 20:00
BRÁK - eftir Brynhildi Guðjónsdóttur

föstudagur 21. janúar kl. 20:00
BRÁK - eftir Brynhildi Guðjónsdóttur

fimmtudagur 27. janúar kl. 17:00
Hetja eftir Kára Viðarsson

Febrúar 2011
föstudagur 25. febrúar kl. 20:00
Mr. Skallagrímsson - eftir Benedikt Erlingsson

Leikhúspakkinn okkar :
Gisting í tveggjamanna herbergi
Kvöldverður
Morgunverður
Verð á mann í tveggja manna herbergi Kr. 11.750,-
Verð í eins manns herbergi kr. 14.750,-

Skilmálar
Gildir veturinn 2010 - 2011, til 30. Apríl
Aukanótt í tveggja manna herbergi kr. 8.000,-
Aukanótt í eins manns herbergi kr. 6.000,-
Kvöldverður er ekki innifallinn ef aukanótt er bætt við
Hópatilboð fyrir 10 manns eða fleiri
Gildir ekki með öðrum tilboðum
Tilboðið veitir 600 vildarpunkta


Allar nánari upplýsingar um þetta tilboð færð þú hjá Hótel Hamri í síma: 433 6600 og á netfanginu hamar@icehotels.is

Monday, December 20, 2010

Ljósmyndasýning í Safnhúsi

Opnuð hefur verið ljósmyndasýning í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Um er að ræða myndir úr Borgarfirði, verk Írisar Stefánsdóttur ljósmyndara. Heiti sýningarinnar er úr kvæðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli, en Íris dvaldi oft í Hvítársíðu í sumarhúsi fjölskyldu sinnar og á þaðan góðar minningar.

Íris er faglærður ljósmyndari með 3ja ára nám í ljósmyndun frá Istituto Europeo di Design í Mílanó, Ítalíu. Hún útskrifaðist með hæstu einkunn í júlí 2009. Íris býr í Ancona á Ítalíu og rekur eigið ljósmyndaver sem sérhæfir sig í auglýsingaljósmyndun. Hún lagði áherslu á fréttaljósmyndun í námi sínu og hefur sýnt ljósmyndir á sýningum á Íslandi, Ítalíu og víðar.

Tuesday, December 14, 2010

Jólagjöf golfarans!


Hótel Hamar kynnir tvo veglega Golfpakka sem ættu að gleðja allra golfara. Þetta er frábær jólagjöf fyrir golfarann!

Golfpakki 1

Gisting og morgunverður, 3ja rétta kvöldverður og 2 hringir á Hamarsvelli á mann
Tveggja manna herbergi verð kr. 23.000 nóttin á mann
Eins manns herbergi verð kr. 27.000 nóttin

Golfpakki 2 - með Golfbíl

Gisting og morgunverður, 3ja rétta kvöldverður og 2 hringir á Hamarsvelli á mann
Golfbíll báða daga
Tveggja manna herbergi verð kr. 26.000 nóttin á mann
Eins manns herbergi verð kr. 33.000 nóttin
Báðum pökkunum fylgir glæsilegur 3ja rétta matseðill:
Grafin lax m/ ristuðu brauði og sósu
Naut að hætti hússins
Súkkulaðikaka með ís og rjóma
Verð frá kr. 23.000 á mann í tveggja manna herbergi

Skilmálar
Tilboð í boði frá 1.maí 2011 til 1.oktober 2011
Leitið tilboða fyrir hópa.
Gildir ekki með öðrum tilboðum


Frekari upplýsingar og bókanir færðu hjá Hótel Hamri í síma: 433 6600 og á netfanginu hamar@icehotels.is eða hjá bókunardeild Icelandairhótela í síma 444 4000 og á netfanginu internet@icehotels.is

Friday, December 10, 2010

Leikhústilboð á Hamri

Brynhildur Guðjónsdóttir í hlutverki Brákar
Leikhúsferðin í Landnámssetrið í Borgarnesi verður ennþá skemmtilegri ef þú gistir og borðar á Hótel Hamri. Af því tilefni bjóðum við uppá frábært leikhústilboð í vetur. Gisting, morgunmatur og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins!

Það verður af nægu að taka á sviði Landnámssetursins í vetur og má þar nefna: Mr. Skallagrímsson, Brák, Söngbók Gunnars Þórðarsonar og Hetja (er einleikur Kára Viðarssonar og byggir á Bárðar sögu Snæfellsáss,) en nánar má kynna sér dagskrá Landnámssetursins hér

Við mælum með föstudagskvöldi í mat og gistingu á Hamri og leikhúsferð kl. 17 á laugardegi, uppskrift að góðri helgi.

Leikhúspakkinn okkar : Gisting í tveggjamanna herbergi
Kvöldverður
Morgunverður
Verð á mann í tveggja manna herbergi Kr. 11.750,-
Verð í eins manns herbergi kr. 14.750,-


Skilmálar
Gildir veturinn 2010 - 2011, til 30. Apríl
Aukanótt í tveggja manna herbergi kr. 8.000,-
Aukanótt í eins manns herbergi kr. 6.000,-
Kvöldverður er ekki innifallinn ef aukanótt er bætt við
Hópatilboð fyrir 10 manns eða fleiri
Gildir ekki með öðrum tilboðum
Tilboðið veitir 600 vildarpunkta


Allar nánari upplýsingar um þetta tilboð færð þú hjá Hótel Hamri í síma: 433 6600 og á netfanginu hamar@icehotels.is

Friday, December 3, 2010

Yndisleg jólahelgi í Borgarnesi

Hótel Hamar minnir á jólahlaðborðið og bendir jólagestum sínum á að Landnámssetrið í Borgarnesi býður upp á skemmtilega jóladagskrá sem hentar vel þeim sem vilja eiga góða jólahelgi í desember.

Landnámssetrið í Borgarnesi býður upp á eftirfarandi jóladagskrá: "Við byrjum með UPPÁHALDI JÓLASVEINANNA, óvenjulegri fjölskylduskemmtun sunnudagana 5. og 12.  desember kl. 12.   Melchior verða með tónleika  10. des og hægt verður að koma í jólalegan dagsverð í hádeginu. (þarf að bóka fyrirfram)".

Hægt er að hafa samband við Landnámssetrið í síma 437-1600 eða í gegnum vefsíðuna.


Hótel Hamar tekur við bókunum í síma 433 6600 eða í gegnum vefsíðuna.

Tuesday, November 30, 2010

Christmas in Iceland at Hotel Hamar - Special Offer


Spend an unforgettable holiday season in the heart of West Iceland at Icelandair Hotel Hamar. Enjoy Christmas like the Icelanders do, with good food, good company, gifts from the Yule Lads, and one or two surprises (plus the northern lights if you’re lucky!). 
This four-night vacation also gives you the opertunity to include trips to Iceland’s famous Blue Lagoon and other attractions, traditional Christmas dinner with Hotel Hamar’s owners and their family, an optional visit to the local church for Christmas Eve mass, and plenty of time to relax and enjoy the hotel’s beautiful surroundings and outdoor hot tubs.
 
Trip suggestion
 
23 December
Mass of St. Thorlakur: Pick up  your car at Keflavík airport. Drive to Hotel Hamar, with a stop at the Blue Lagoon. Dinner at Hotel Hamar, followed by Icelandic stories read in English by candlelight. 
Just like Icelandic children, don’t forget to leave your shoe out and one of the Icelandic Yule Lads may leave you a gift! 
 
24 December 
Christmas Eve: A lesson in how to make traditional Icelandic laufrabraud (“leaf bread”), followed by an easy walk around the hotel’s surroundings. After lunch at the hotel, join Hotel Hamar’s owners, Unnur and Hjortur, in preparing the table for the Christmas feast, or relax in one of the hotel’s outdoor hot tubs. Like everywhere else in the country, Christmas dinner begins at six in the evening and if followed by a mass at the local church, for those who wish to attend. 
 
25 December 
Christmas Day: Relax over a leisurely breakfast; take a drive around the beautiful countryside Borgarfjordur, visiting hot springs, waterfalls and trolls. Dinner is at the hotel, followed by an optional walk through the local town of Borgarnes, to see all the traditional Christmas lights.
 
26 December
Boxing Day: Enjoy a hearty buffet breakfast, then a visit to the Settlement Centre in nearby Borgarnes. Guided tour through the saga trail is happily provided by Unnur .The rest of the day is free to do what you wish, followed by an evening trip to try and spot the elusive and stunning northern lights.      
 
27 December
Leave for Keflavík airport or add a few days in Reykjavík.
 
Book your room here or call +354 433 6600
 
2 nights package:
  • 2 nights in a double room ISK 37.400,- per person
  • 2 nights in a single room ISK 44.000,-
Notes:
  • Offer is not valid with other offers
  • Offer is bookable from 8th of September 2010 until 22th of December 2010
  • Included in the offer: Accommodation for 4 or 2 nights, breakfast, lunch or lunch box, Festival dinner, a lesson in how to make traditional Icelandic laufrabraud (“leaf bread”), optional visit to the local church for Christmas Eve mass, guide through Borgarness town and gift from the Yule Lads
  • Offer is only bookable for 2 nights or 4 nights
  • VAT and service charge is included in above mentioned room rate
  • Not valid with other offers.
  • Grants 600 frequent flyer points

Monday, November 29, 2010

Notið vildarpunktana

Við minnum á að viðskiptavinir okkar geta greitt gistinguna með vildapunktum. Um þessar mundir er sérstakt tilboð í gangi á öllum Icelandair hótelum þar sem 12000 punkta nægja fyrir gistingu í tveggja manna herbergi í eina nótt.
Það er upplagt að taka sér hvíld frá jólaamstrinu og slaka á í sveitinni.

Saturday, November 27, 2010

Kvenfélagskonurnar úr Stafholtstungum

Þær skemmtu sér vel í gærkvöld,  skvísurnar úr Tungunum, sem komu í jólamatinn á Hamri. Flottar á því, buðu körlunum sínum með og margar mættu með glæsilega hatta. 
Kvenfélög eru sko ekki dauð úr öllum æðum og óhætt að hvetja konur í dreifbýli og þéttbýli til að kíkja á þann félagsskap. Alls konar fróðleikur, námskeið og skemmtiferðir í boði og ekki síst hið fornkveðna, maður er manns gaman.  
Kannnski urðu svona pælingar til á kvenfélagsfundi, hver veit?
  . . .
Hvað þarf marga karlmenn til að skipta um klósettrúllu?
Við vitum það ekki, þetta hefur aldrei gerst ! ! !
 
Af hverju er svona erfitt að finna karlmenn sem eru yndislegir, umhyggjusamir og flottir í útliti og vexti?
Vegna þess að þeir eiga allir nú þegar kærasta ! ! !

Hvernig færðu karlmann til að gera magaæfingar?
Settu fjarstýringuna á milli tánna á honum ! ! !
 
Hvað sagði Guð þegar hann hafði skapað manninn?
Ég hlýt að geta gert betur ! ! !
 
Hvað sagði Guð þegar hann hafði skapað Evu?
Æfingin skapar meistarann ! ! !
 
Karlmaðurinn spurði Guð: "Af hverju gerði þú konuna svona fallega?"
Guð svarar: "Svo þú getir elskað hana".
En Guð, spyr karlmaðurinn aftur.
"Af hverju gerðir þú hana svona vitlausa?"
Guð svarar: "Svo hún geti elskað ykkur karlmenn"
 
Af hverju ráfaði Móses um eyðimörkin í 40 ár?
Vegna þess að hann vildi ekki spyrjast vegar! ! !
*****************************************************

Njótið dagsins og munið að drífa ykkur að kjósa til Stjórnlagaþings!!!

Friday, November 26, 2010

Ilmur af jólum á Hótel Hamri 2010

Við komuna að Hamri bíður ykkar ilmandi jólaglögg eða heitt kakó. Jólahlaðborðið svignar undan kræsingunum og enginn hætta á þvi að gestirnir fari svangir heim.
Lifandi tónlist, söngur og léttir leikir meðan á borðhaldi stendur og hljómsveitin Gammel Dansk leikur fyrir dansi.
Tilvalið tækifæri til að gista og njóta kvöldsins á Hótel Hamri. Fá sér góðann morgunverð daginn eftir eða lúra lengur og fara í Brunch. Á sunnudögum kl. 14:00-16:00 býðst gestum og gangandi að skera út laufabrauð og fá það steikt í eldhúsinu á hótel Hamri.

Hressandi göngutúr um Einkunnir eða bíltúr um Borgarfjörðinn svíkur ekki: Hraunfossar eru á sínum stað og svo má á sjóða sér egg eða pylsur í Deildatunguhver eða fara í fjörurnar vestur á Mýrum. Í Borgarnesi verða Geiri Bakari, Landnámsetrið, Brúðuheimar og allir hinir í jólaskapi. Eftir skemmtilegan dag er tilvalið að slappa af í heita pottinum áður en farið er í jólahlaðborðið.

Á hlaðborðinu er að finna úrval girnilegra rétta, sem dæmi má nefna:
  • Forréttir: Sjávarréttasalat, Villibráðarpaté, heit lifrakæfa,  Reykt Klausturbleikja og grafin lax, síld og síldarréttir       
  • Kaldir og heitir aðalréttir: Hangilæri, Roast beef, Sænsk  jólaskinka, Purusteik, Kalkúnabringur,
  • Sósur og meðlæti: Sykurbrúnaðar kartöflur, kartöflusalat, eplasalat með valhnetum, rauðvínssósa, rjómalöguð sveppasósa, graflaxsósa, rauðkál, grænar baunir, blandað ferskt  salat, rúgbrauð, hvítt brauð, laufabrauð,
  • Eftirréttahlaðborð með margs konar góðgæti eins og Ris a la mandle með berjasósu, berjasalat með vanillukremi, Brownies með þeyttum rjóma, ferskir ávextir, ostar og fleira.   
Í boði er gisting, morgunverður og glæsilegt jólahlaðborð.

Pantið hér eða í síma 4336600

Hótel Hamar er staðurinn

Hótel Hamar er nýlegt og glæsilegt hótel á rólegum stað í þjóðleið rétt utan við Borgarnes á Vesturlandi. Hér er hægt að njóta kyrrðarinnar í sveitinni en öll þjónusta er þó innan seilingar. Útsýnið er stórbrotið og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir frábæran mat og faglega þjónustu. Öll herbergi á Hamri eru með eigin útgangi út í hótelgarðinn. Herbergin eru vel útbúin og má þar nefna hita í gólfum til þess að halda á þér hita í hvaða veðri sem er.

Fáðu blóðið á hreyfingu t.d. með göngutúr á Hafnarfjall eða í golf á einum besta velli utan Reykjavíkur. Eftir viðburðarríkan dag geturðu slakað á í einum af heitu pottum okkar í hótelgarðinum.

Hótelstjóranir geta einnig sagt ykkur frá þeim fjölmörgu náttúruperlum sem Vesturlandið hefur uppá að bjóða.